Ný könnun á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri mælist með 23% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa, samkvæmt skoðanakönnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

L-listinn tapar rúmum helmingi fylgisins frá síðustu kosningum, mælist með 22,1% og þrjá bæjarfulltrúa, en fékk sex bæjarfulltrúa síðast og hreinan meirihluta.

Listi Bjartrar framtíðar, sem býður fram á Akureyri í fyrsta skipti, er þriðja stærsta framboðið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 18,3% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa.

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn halda sínum eina bæjarfulltrúa verði niðurstöður kosninga í takt við skoðanakönnunina.

Dögun, sem býður fram í fyrsta skipti á Akureyri, mælist með tveggja prósenta fylgi og á langt í land með að ná manni í bæjarstjórn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag.

Nýjast