Ný keppnisbraut var malbikuð nýverið á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en meðlimir bílaklúbbsins hafa beðið eftir þessari braut í fjölmörg ár. „Þetta því stór stund fyrir klúbbinn og íþróttlífið á Akureyri,“ segir í tilkynningu. Þar segir að notast hafi verið við framúrstefnulega tækni í malbikun sem aldrei hafi áður verið notuð hér á landi og með því séu bæði gæði og öruggi brautarinnar aukin talsvert.