Akureyrarbær hefur keypt og sett upp stóra hjólabraut á skólalóð Oddeyrarskóla. Hjólabrautin er ætluð iðkendum á hlaupahjólum, reiðhjólum og hjólabrettum á öllum aldri. Einnig er frjálst að hlaupa í brautinni. Brautin er ekki ætluð rafknúnum tækjum.
Hjólabrautin var keypt af Lexgames sem setja fram nokkrar reglur um notun á brautinni, m.a. að nota ávallt hjálma, en nánari reglur má sjá á vef Akureyrarbæjar.