Ný flotbryggja í Hofsbótina

Nýja flotbryggjan var flutt til Akureyrar með stórum dráttarbíl.
Nýja flotbryggjan var flutt til Akureyrar með stórum dráttarbíl.

Hafnasamlag Norðurlands hefur fest kaup á nýrri flotbryggju, sem koma á fyrir í Hofsbótinni. Dekk bryggjunnar er steinsteypt og fór steypuvinnan fram í Borgarnesi. Flotbryggjan, sem er 20 metra löng, var flutt með dráttarbíl að sunnan og þurfti stóra lyftara Eimskips til að taka hana af vagninum á Oddeyrarbryggju. Þar verður bryggjan sjósett og svo dreginn af dráttarbáti upp í Hofsbót í lok vikunnar. Nýja bryggjan verður framlenging á flotbryggjuna sem fyrir er í Hofsbótinni og er einnig 20 metrar að lengd. Fyrr á árinu var grjótgarðurinn í Hofsbótinni lengdur um 40 metra. Kostnaður við kaup á nýju bryggjunni og niðursetningu hennar er um 10 milljónir króna.

Nýjast