Ný flotbryggja fyrir sjó­tengda ferða­þjónustu

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Framkvæmdir standa nú yfir við Menningarhúsið Hof og heilsuræktarstöðina Átak en Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands standa að þeim. Hafnasamalagið er að gera flotbryggju og dýpka höfnina en Akureyrarbær er að stækka landið. Bryggjan verður nýtt fyrir sjó­ tengda ferðaþjónustu og mun m.a. verða aðstaða fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. Áætlað er að flotbryggjan verði klár um miðjan maí.

-Vikudagur, 10. mars

Nýjast