Einnig eru samgönguyfirvöld hvött til að hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni til að bæta aðbúnað við farþega svo íbúar landsins megi búa við sem bestar flugsamgöngur til og frá höfuborginni. Bæjarráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og vísar til fyrri bókana sinna í þessu sambandi.