04. nóvember, 2009 - 23:33
Norðurlandamót í frjálsum íþróttum, 19 ára og yngri, verður haldið á Þórsvellinum á Akureyri á
næsta ári, nánar tiltekið dagana 28. og 29. ágúst. Búast má við að keppendur verði á bilinu 250 til 300. Ungmennasamband
Eyjafjarðar og Ungmennafélag Akureyrar annast framkvæmd mótsins.
Nú þegar hafa fulltrúar beggja félaga fundað með forsvarsmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands vegna mótsins og
sömuleiðis hefur málið verið kynnt fyrir Akureyrarbæ. Á næstu dögum verður skrifað undir samninga FRÍ, UMSE, UFA og Akureyrarbæjar
um mótshaldið. Þetta kom fram á vef RÚV.