Norðlenska selur lambagarnir til Egyptalands

Hjá Norðlenska er jafnan verið að leitast við að búa til verðmæti úr þeim afurðum sem falla til í sláturtíðinni. Ein af þessum afurðum eru lambagarnir sem safnað er saman og fryst til útflutnings á Egyptaland.   

"Þetta eru þrír gámar sem fara frá okkur þetta haustið eða í kringum 110 þúsund garnir.  Verðið á þessu er þokkalegt miðað við margt annað sem við höfum verið að sjá á erlendum mörkuðum. Þó væri þessi útflutningur ekki arðvænlegur ef gengið á krónunni væri annað," segir Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.

Garnirnar eru síðan fullverkaðar í Egyptalandi, flokkaðar og seldar áfram til notkunar í framleiðslu á pylsum, að mestu leiti í Evrópu.

Nýjast