Njáll Trausti íhugar stöðuna

Njáll Trausti Friðbertsson / mynd Karl Eskil
Njáll Trausti Friðbertsson / mynd Karl Eskil

"Niðurstaðan er mér vissulega vonbrigði. Ég stefndi hátt en það dugði ekki til í þessari atrennu," segir Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann stefndi á fyrsta sætið í prófkjöri flokksins, sem haldið var um helgina, en hafnaði í því þriðja. Gunnar Gíslason fékk flest atkvæði í fyrsta sæti og í öðru sæti hafnaði Eva Hrund Einarsdóttir.

Gunnar fékk 580 atkvæði í fyrsta sæti og Njáll Trausti fékk 495 atvkæði í það sæti. Það munaði því 85 atkvæðum.

"Ég er að fara yfir stöðuna, þannig að á þessari stundu get ég ekkert sagt til um hvort ég kem til með að skipa þriðja sæti listans eða ekki. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum," segir Njáll Trausti Friðbertsson.

Nýjast