Níu frá SA í landsliðshópinn

Níu leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar hafa verið valdir í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins fyrir HM í íshokkí sem haldið verður í Istanbul í Tyrklandi í byrjun janúar á næsta ári.

Þessir leikmenn eru Einar Ólafur Eyland, markvörður, sóknarmennirnir Andri Freyr Sverrisson, Gunnar Darri Sigurðsson, Hilmar Freyr Leifsson, Andri Már Mikaelsson, Jóhann Már Leifsson og Orri Blöndal og varnarmennirnir Sigurður Óli Árnason og Ingólfur Tryggvi Elíasson.

Gert er ráð fyrir að æfingabúðirnar verði í byrjun nóvember og í framhaldinu af því verður lokahópurinn valinn sem heldur til Tyrklands.

Nýjast