Nenad Zivanovic til liðs við Þór

Þór hefur fengið aukinn liðsstyrk fyrir sumarið í 1. deild karla í knattspyrnu en Serbinn Nenad Zivanovic hefur gert eins árs samning við félagið. Nenad er 33 ára gamall og spilar sem sókndjarfur miðjumaður.

Hann lék með úrvalsdeildarliði Breiðabliks tímabilið 2008 en lék síðast með VB/Sumba í Færeyjum. Nenad er væntanlegur til æfinga hjá Þór í byrjun apríl.

 

Nýjast