Nú seinni partinn í dag útskrifaðist 18 manna hópur sem verið hefur í námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun í vetur hjá Símenntun Háskólans á Akureyri. Þetta eru jafnframt fyrstu nemendurnir sem ljúka þessu námi á Akureyri en það hefur verið kennt í Reykjavík í nokkur ár. Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti nemenda: Stefnumótunarfærni, leiðtogafærni, skipulagsfærni og samskiptafærni. Í lok náms þreyttu nemendur próf sem veitir þeim alþjóðlega IPMA vottun samkvæmt stigi D sem er staðfesting á þekkingu á sviði aðferðafræði verkefnastjórnunar. Kennarar voru Dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., S.T.M., C.P.E., sálgreinir og lektor og Dr. Helgi Þór Ingason vélaverkfræðingur og dósent. Stefnt er að því að bjóða upp á þetta nám á Akureyri að nýju næsta haust.