Jólatónleikar verða svo haldnir í Brekkuskóla, fimmtudaginn 10. desember kl. 18:00, þar sem fram koma Sinfóníuhljómsveit skólans, strengjasveit 1 og strengjasveit 3. Föstudaginn 11. desember kl. 16.00 verða tónleikar í Eymundsson, í Tónak, te og kaffi tónleikaröðinni. Píanónemendur verða með jólatónleika föstudaginn 11. desember kl. 17:00 á sal skólans. Kaffi og kökur eftir tónleika. Laugardaginn 12. desember verða svo jólatónleikar trommusettsnemenda kl. 13 í stofu 8. Ókeypis er á alla viðburði.