Neikvæðar breytingar á Húsavíkurflugvelli verða ekki liðnar!

Á Húsavíkurflugvelli á Aðaldal, sem til stendur að þrengja úr 45 metrum í 30.
Á Húsavíkurflugvelli á Aðaldal, sem til stendur að þrengja úr 45 metrum í 30.

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings  þann 16. febrúar s.l. voru málefni Húsavíkurflugvallar í Aðaldalshrauni m.a. til umræðu, og ljóst á bókun sem þar var fram lögð og samþykkt, að all verulega skortir á að yfirvöld í héraði hafi aðgang að upplýsingum um framtíðaráform varðandi flugvöllinn, t.d. hvaða tilgangi það þjónar að þrengja völlinn um 15 metra, úr 45 metrum í 30. Bókun sveitarstjórnar, sem samþykkt var samhljóða, er svohljóðandi:

“Sveitarstjórn Norðurþings áréttar við alla þá aðila sem bera ábyrgð á flugi til og frá Húsavíkurflugvelli að tryggja hámarksöryggi flugfarþega sem um völlinn fara.

Nú liggja fyrir áætlanir um endurbætur á ljósabúnaði vallarins og af því tilefni tilfærsla á ljósum sem mun hafa þau áhrif að völlurinn verður aðeins 30 metrar að breidd í stað 45 metrar áður. Það er okkar mat að þær upplýsingar sem sveitarstjórnarfólki hafa verið veittar séu nokkuð misvísandi eftir því við hvern af málsaðilum er rætt, rekstraraðila vallarins annarsvegar og rekstraraðila flugsins hinsvegar. Því er ljóst að eigandi vallarins (ríkið), ISAVIA sem og Flugfélagið Ernir verða að skýra betur út fyrir sveitarstjórnarfólki svæðisins á hvaða forsendum þessar breytingar á ljósabúnaði byggja, hvaða áhrif þessar breytingar hafa á aðstæður á vellinum sem og flugöryggið almennt.

Beint flug um Húsavíkurflugvöll er mikil samgöngubót sem eykur lífsgæði fólks og eflir starfsemi á svæðinu, það er því ljóst að breytingar sem hafa neikvæð áhrif verða ekki liðnar.” JS

 

Nýjast