Nærlönd Guðmundar Ármanns

Guðmundur Ármann sýnir olíumálverk, vatnslitamyndir og þrívíð verk í Populus tremula á Akureyri. Sýningin, sem ber yfirskriftina Nærlönd opnar á morgun, einnig verður hún opin á sunnudaginn

“Vatnslitamyndirnar, sem eru málaðar undir berum himni, eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru kveikjan að olíumáverkunum sem eru einskonar innra landslag. Olíumálverkin eru unnin á vinnustofunni, sem niðurstöður upplifunar sem var skráð í vatnslit. Þrívíðar myndir eru fundnir hlutir, spýtur sem hafa gegnt hlutverki sínu sem nytjahlutir ýmisskonar. Efniviður sýningarinnar hverfist um nærlönd við Eyjafjörð,” segir í tilkynningu.

 

 

 

Nýjast