Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að þetta sé ekki síst að þakka þéttu undirlagi af snjó sem framleiddur var fyrr í vetur þegar hörkugaddur var dag eftir dag. Snjóframleiðslan í Hlíðarfjalli hefur því enn og aftur sannað gildi sitt. Hitastig á Akureyri er við frostmark í dag en síðan tekur við kuldakafli svo langt sem augað eygir. Skíðafólk í Hlíðarfjalli, Akureyringar og gestir þeirra, mega því eiga von á góðum skíðasnjó næstu vikurnar og vonandi fram á vor.