N1 og KA gera samstarfssamning

N1 og Knattspyrnufélag Akureyrar hafa gert með sér víðtækan samstarfssamning sem kveður á um að N1 verður aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KA til og með árinu 2010.

Samningurinn tekur til meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 3. flokks karla og jafnframt N1-mótsins í knattspyrnu fyrir fimmta aldursflokk fyrstu helgina í júlí.

Samningurinn var undirritaður í KA-heimilinu í gær, en eins og kunnugt er stendur N1-mót KA nú yfir á KA-svæðinu.

Nýjast