Um það leiti sem hjólafólk á Akureyri var að legga af stað, átti japanski ferðalangurinn, sem hefur verið á ferð hringinn í kringum landið á einhjóli, leið framhjá Glerártorgi. Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ stöðvaði japanska hjólamanninn og bauð honum að taka þátt í formlegri opnun verkefnisins og hjóla spölkorn með þátttakendunum. Sá japanski afþakkaði gott boð og hélt ferð sinni áfram norður úr bænum. Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri flutti ávarp á Glerártorgi í morgun og lofaði þetta framtak ÍSÍ. Hann sagði þetta gott framtak í líkamsrækt og einnig væri það til þess fallið að auka samstöðuna á vinnustöðum.