Mótmælir harðlega lokun dagdeildar geðdeildar FSA

Á aðalfundi Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis um helgina var einróma samþykkt ályktun, þar sem félagið mótmælir harðlega lokun dagdeildar geðdeildar FSA og lýsir yfir þungum áhyggjum af afleiðingum þessarar gjörðar fyrir geðsjúka á svæðinu.  

Skorað er á heilbrigðisyfirvöld að hefja að nýju dagdeildarþjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri hið fyrsta og jafnframt tekið undir tilmæli landlæknis frá nóvember 2008 um að auka skuli geðþjónustu í landinu á yfirstandandi þrengingartímum, segir ennfremur í ályktun aðalfundarins.

Nýjast