Milljóna króna tap hjá Þór

Hamar, félagshús Þórs. Forstofan var nýlega gerð upp sem kostaði félagið háar upphæðir.
Hamar, félagshús Þórs. Forstofan var nýlega gerð upp sem kostaði félagið háar upphæðir.

Rúmlega 14 milljóna króna tap var á rekstri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri á síðasta ári sem má að stærstum hluta rekja til knattspyrnudeildar félagsins. Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þátttaka kvennaliðsins í Evrópukeppninni hafi verið félaginu dýr, en liðið þurfti að ferðast til Rússlands. Þá hafi talsverðar fjárhæðir farið í launakostnað vegna erlendra leikmanna.

„Einnig var mikið tap hjá aðalstjórninni vegna dýrra framkvæmda sem fóru fram úr áætlun. Í fyrravetur þurfti t.d. að brjóta klaka á Þórsvellinum. Það kostaði okkur tvær milljónir,“ segir Árni í samtali við Vikudag.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast