Á fundinum var skipuð verkefnisstjórn til að skoða mögulegt samstarf og samnýtingu lausna bæði innan og milli landshlutanna. Fram kom að ekkert varð af þessu samstarfsverkefni. Þá greindi Eiður frá skýrslu sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti. Ein meginniðurstaða þeirrar hagkvæmniathugunar er að flutningskostnaður er mjög hamlandi þáttur í samstarfi yfir stærra svæði. Þá greindi hann frá að farið hefði verið í viðræður við félagið Norðurá um urðun á Sölvabakka skammt frá Blönduósi og unnið væri að gerð samnings. Hann sagði það skoðun sína að hagkvæmt væri að horfa til mun stærra svæðis en gert væri í dag vegna mikils fjárfestingarkostnaðar. Þá nefndi hann að beint lægi við að hafa samstarf við sorpbrennsluna á Húsavík um förgun á ýmsum úrgangi sem ekki megi setja í jarðgerðarstöðina Moltu eða urða. Stjórnin Eyþings telur mikilvægt að komið verði á formlegu samstarfi sorpsamlaganna eins og að var stefnt á fyrrnefndum fundi í Mývatnssveit. Þá telur stjórnin mikilvægt að sveitarfélögin standi þétt saman um lausnir í þessum málaflokki.