Um tíu börn eru á biðlista eftir stuðningsfjölskyldu á Akureyri en þörf fyrir slíkan stuðning hefur aukist á svæðinu undanfarin ár. Fötluð börn og fjölskyldur þeirra geta fengið stuðningsfjölskyldur ef þörf er fyrir hendi, eina til tvær helgar í mánuði. Þessi börn eru með skilgreindar fatlanir á borð við þroskahömlun, einhverfu og hreyfihömlun og fá þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Börn sem eingöngu eru með ADHD eiga ekki sama rétt.
Áætlað er að um 150 börn á aldrinum 0-18 ára á Akureyri og í nágrenni glími við fötlun af þessu tagi. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.
-Vikudagur, 3. mars