Starfsfólkið í Hlíðarfjalli býst við svipuðum fjölda gesta í dag en áberandi er hversu mikið er um utanbæjarfólk í fjallinu. Vegfarandi sem var á ferð um Glerárgötu í gærkvöld, fann skíði á götunni, á móts við Stórholt en líklegt er að þau hafi losnað úr skíðaboga á bíl sem þar var á ferð. Skíðunum hefur verið komið til lögreglunnar, þar sem eigandinn getur vitjað þeirra.