Mikill fjöldi fólks hefur verið á skíðum í Hlíðarfjalli um páskana. Dagurinn í gær, föstudaginn langa, var sá
stærsti í sögu Hlíðarfjalls, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns, en þá komu tæplega 4000 manns í
fjallið. Ekki voru þó allir á skíðum, því fjöldi fólks kom aðeins til þess að njóta veðurblíðunnar.
Í dag voru tæplega 2000 manns á skíðum í Hlíðarfjalli, að sögn Guðmundar Karls. Hann sagði að allt hefði gengið
stórslysalaust fyrir sig og að fólk væri almennt mjög ánægt með aðstæður. Spáin fyrir morgundaginn er ágæt og á
Guðmundur Karl von á fjölda fólks á skíði.
Útlitið fyrir páskana var þó ekkert allt of gott, loka þurfti skíðasvæðinu um hádegi á miðvikudag og lokað var
á skírdag vegna veðurs. Guðmundur Karl sagði að þrátt fyrir erfiða byrjun væru þetta væri fyrstu stóru páskarnir
frá árinu 2002.