Flensan herjaði einkum á ungt fólk, en flestir þeirra sem fengu flensuna eru undir þrítugu. Almenn inflúensubólusetning hefst næsta mánudag, 23. nóvember og er bókun í hana hafin. "Það er óhætt að segja að áhugi sé vægast sagt mikill," segir Þórir.
Bókanir hófust á mánudag og þá strax pöntuðu um 1900 manns tíma. Haldið er áfram að taka niður pantanir í bólusetningu á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og segir Þórir að stöðugt sé hringt, „það berast hingað pantanir í stórum stíl," segir hann.