Mikil aukning í mataraðstoð á Facebook

Mikil aukning hefur verið í mataraðstoð í gegnum Facebook-síðuna „Matargjafir á Akureyri og nágrenni“ sem Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Jakobsdóttir stofnuðu fyrir um einu og hálfu ári. Núna eru um 1000 manns skráðir á síðuna og segir Sigrún að aðsókn í mataraðstoðina sé farin að þyngjast í aðdraganda jólanna. Fyrir um þremur mánuðum fóru þær Sigrún og Sunna á þá leið að leita til fyrirtækja eftir aðstoð vegna mikillar eftirspurnar en fram að því höfðu höfðu þær eingöngu fengið aðstoð frá einstaklingum. Þær hafa hins vegar fengið lítil viðbrögð frá fyrirtækjum.

Fólk eða fyrirtæki sem vill aðstoða við matarúthlutun getur ýmist gert það í gegnum Facebook­síðuna eða haft samband við Sigrúnu eða Sunnu á netföngin sigrunsteinars@gmail.com og sjak@simnet.is. Lengri frétt um málið má finna í prentútgáfu Vikudags þar sem rætt er við Sigrúnu Steinarsdóttur. 

Nýjast