"Það eru mjög margar slíkar auglýsingar á almannafæri og víða, þetta er út um allt," segir hann og nefnir m.a. vörumerki áfengisframleiðenda og fleira í því sambandi. Hann segir að beðið sé svara frá fleiri aðilum áður en ákveðið verður með viðbrögð, en bréf hafi verið send til yfir 10 rekstraraðila vegna áfengisauglýsinga á almannafæri. "Málið er í vinnslu," segir hann en næsti fundur ráðsins verður um miðjan janúar.