Menntasmiðjan í Evrópusamstarfi

Menntasmiðjan á Akureyri hefur undanfarið ár verið þátttakandi í Evrópuverkefninu ENETRAC. Haldnir eru 2-3 fundir á ári í heimalöndum þátttakenda en þess á milli unnið í gegnum tölvupóst og Skype. Í apríl s.l. fóru 2 aðilar frá Menntasmiðjunni til Grikklands á fund og  27. - 30. júní verður lokafundur verkefnisins haldinn á Akureyri. Þátttakendur á Akureyri eru frá Grikklandi, Wales, Spáni, Tékklandi og Íslandi. Verkefnið hefur beint sjónum sínum að þeim kynjasjónarmiðum  sem koma fam í fullorðinsfræðslu og þróun á kynvænni (gender friendly) aðferðafræði í fullorðinsfræðslu. Markhópur verkefnisins er aðallega miðaldra konur í atvinnuleit, búsettar í dreifbýli þar sem fyrirtæki eru að mestu lítil eða meðalstór. Verkefnið vill  stuðla að auknum menntunar-tækifærum til handa konum sem eru í þessari stöðu. Fullorðinsfræðsla mætir oft ekki þörfum  þeirra kvenna sem ekki hafa verið í námi lengi og er þörf á umbótum í  fullorðinsfræðslu í Evrópu.  Taka verður tillit til margra þátta þegar kemur að skilvirkni kennslunnar og  jöfnum tækifærum kynjanna til menntunar.

Nýjast