16. nóvember, 2009 - 11:16
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, kom í heimsókn til Akureyrar í morgun, á Degi íslenskrar tungu. Fyrsta verk
ráðherra var að heimsækja leikskólann Kiðagil og í framhaldinu tók við heimsókn í þrjá grunnskóla,
Síðuskóla, Brekkuskóla og Naustaskóla. Á hádeginu verður dagskrá fyrir ráðherra á vegum Akureyrarstofu, þar sem
farið verður í heimsókn í Gudmanns Minde og Davíðshús.
Eftir hádegi verður svo dagskrá á Amtsbókasafninu og þar á eftir, eða kl. 14.00 verður hátíðardagskrá í
Háskólanum á Akureyri, á vegum framhaldsskóla bæjarins og HA. Síðar í dag, eða kl. 16.00 hefst fjölbreytt
hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins, í tali og tónum, í Ketilhúsinu Akureyri. Þar verða m.a.
verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent. Allir eru velkomnir í Ketilhúsið.