Meirihluti stjórnar SUS gagnrýnir þingmenn kjördæmisins

Bergur Þorri Benjamínsson greiddi atkvæði gegn ályktuninni
Bergur Þorri Benjamínsson greiddi atkvæði gegn ályktuninni

Svo virðist sem nokkur hiti sé innan Sambands ungra sjálfstæðismanna vegna samþykktar frumvarps um Vaðlaheiðagöng miðað við ályktun sem sambandið sendi frá sér á mbl.is í morgun. Þar kemur fram að ungir sjálfstæðismenn óska þingmönnum flokksins hér í Norðausturkjördæmi, þeim  Kristjáni Þór Júlíussyni og Tryggva Þór Herbertssyni, ásamt  öðrum þingmönnum kjördæmisins, til hamingju með að hafa keypt sér endurkjör á næsta kjörtímabili. Verðið segir SUS vera, 8,7 milljarða  króna, sem    þeir greiði reyndar “ekki sjálfir heldur rennur það úr vasa skattgreiðenda til gerðar Vaðlaheiðarganga.”  Enn fremur segir í ályktuninni eins og hún birtist á mbl.is. „Ungir sjálfstæðismenn vilja að sem flestar samgöngubætur verði einkaframkvæmdir, þar sem einkaaðilar myndu sjá alfarið um fjármögnun, byggingu og rekstur samgöngumannvirkja. Mikilvægt er að því fé sem ríkið ver til vegamála sé ráðstafað með málefnalegum og eðlilegum hætti í samræmi við samþykktar vegaáætlanir, en að sérstök gæluverkefni séu ekki tekin fram fyrir röð, eins og gert hefur verið með Vaðlaheiðargöng.”  Ekki var sátt um þessa ályktun SUS innan stjórnarinnar en Bergur Þorri Benjamínsson formaður kjördæmisráðs ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi greiddi atkvæði gegn henni.

 

Nýjast