Capacent kannaði afstöðu íbúa Akureyrar til sameiningar stóru íþróttafélaganna í bænum, KA og Þórs. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á fundi í Hofi í morgun. Niðurstaðan er að 52,2% segjast styðja sameiningu félaganna, andvíg eru 23% og fjorðungur, tekur ekki afstöðu. Ríflega helmingur bæjarbúa styður samkvæmt þessari könnun sameiningu félaganna. Þegar skoðaðar eru tölur eftir félögum, kemur í ljós að svipað hlutfall styður sameiningu, 47,9% hjá Þór og 48,8% hjá KA. Þórarar eru samt sem áður ákveðnari, því 35,8% eru á móti sameiningu, en hjá KA er hlutfallið 25%.
Formenn félaganna segja að sameining sé ekki á dagskrá.
Nánar um könnunina í prentútgáfu Vikudags í dag