Framsýn krefst þess að stjórnvöld endurskoði afstöðuna með það að markmiði að blása nýju lífi í atvinnuuppbyggingu og þar með búsetu í Þingeyjarsýslum og reyndar Norðurlandi öllu.
Heimamenn og samstarfsaðilar hafa unnið heiðarlega að verkefninu og sett verulega fjármuni í það í fullu samráði við stjórnvöld á hverjum tíma. Með ákvörðun stjórnvalda nú, hafa þau brugðist öllu trausti og þar með samstarfsaðilum. Slíkt er með öllu óþolandi og kemur sveitarfélaginu Norðurþingi, Orkuveitu Húsavíkur og íbúum svæðisins í mjög slæma stöðu. Því þarf engan að undra að stéttarfélag, sem hefur yfir 2000 félagsmenn, hafi áhyggjur af stöðunni og framtíðarhorfum. Framsýn vill því blása til sóknar með raunhæfum aðgerðum í atvinnumálum, íbúum og þjóðfélaginu til hagsældar, segir á ályktun Framýnar.