Samstarf þeirra við lögregluna á Sauðárkróki leiddi til þess að ákveðið var að leita á farþegum í fólksflutningabíl og merkti hundurinn við einn farþegann sem reyndist vera með lítilræði af ætluðu kókaíni og amfetamíni og umrædda hundrað skammta af ætluðu LSD falið í öðrum skó sínum. Mun lögreglan á Sauðárkróki annast framhald málsins sem telst upplýst.