Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi afhenti nú á dögunum á árshátíð sinni, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ágóðann sem safnaðist af Mottuboðinu sem haldið var 29. mars sl. í Hofi. Alls safnaðist kr. 1.375.310 og rann sú upphæð óskert til félagsins. Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdastjóri KAON sagði í spjalli við fréttavefinn freisting.is, að þessir miklu fjármunir muni hjálpa félaginu verulega til að styðja við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra sem búa á félagssvæðinu sem nær frá Ólafsfirði í vestri að Stóru Tjörnum í austri. Að lokum segir hún: "Enn og aftur innilegar þakkir til ykkar allra frá stjórn og starfsmönnum félagsins, þetta framtak var ómetanlegt.