María lauk leiklistarnámi árið 1983 og á löngum ferli hefur hún aflað sér fjölbreyttrar reynslu og komið að leiklistinni frá margvíslegum sjónarhornum, bæði innan leikhússins, kvikmynda og kennslu. María leikstýrði verkinu 39 þrep sem nýlega var frumsýnt hjá LA og hefur fengið frábærar viðtökur.
Til fjölda ára hafa þessir aðilar staðið fyrir fjórum fyrirlestrum á hverri önn skólaársins þar sem einstaklingar frá margvíslegum greinum menningarlífsins gefa innsýn í sinn reynsluheim. Fyrirlestrarnir eru byggðir upp í kringum 3 áfanga listnámsbrautar VMA sem heita ,, Listir - Menning" en eru að auki öllum opnir og hafa verið gríðarlega vel sóttir. Gestir á hvern fyrirlestur eru án undantekninga frá 70 - 120 manns. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.