Uppsjávarveiðiskipið Margrét EA kom til Akureyrar um kl. 13.00 í dag, í fyrsta skipti frá því í ágúst í fyrra.
Skipið hefur verið við veiðar niður við Afríku og landað í Marokkó. Samherji hefur selt Margréti til Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað og verður skipið afhent nýjum eigendum í lok þessa mánaðar. Nafni skipsins verður breytt í Beitir NK-123.
Margrét EA sigldi frá Marokkó á miðvikudag í síðustu, með viðkomu á Kanaríeyjum. Það var haldið daginn eftir
og tók siglingin til Akureyrar um 8 daga. Skipið mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna um mánaðamótin, á norsk-íslenskri síld og
makríl. Skipstjóri verður Sturla Þórðarson og skipstjóri á móti honum verður Hálfdán Hálfdánarson.