Mánudagur gegn mæðu á ný í Akureyrarkirkju

Síðasta vetur efndi Akureyrarkirkja til samveru í Safnaðarheimili kirkjunnar undir yfirskriftinni; Mánudagar gegn mæðu. Nú hefur verið ákveðið að endurvekja þessar samverur. Sú fyrsta verður í kvöld, mánudaginn 9. nóvember kl. 20. Þar talar Corinne Demspey, prófessor í trúarbragðafræðum við Wisconsin háskólann í Bandaríkjunum.  

Corinne hefur rannsakað andlega hæfileika á Indlandi og ritað um það í bækur og blöð. Undanfarið hefur hún dvalið á Íslandi og kannað viðhorf Íslendinga til andlegra hæfileika og hvernig þeir eru notaðir hér á landi. Á mánudegi gegn mæðu ætlar Corinne að segja frá rannsóknum sínum og bera saman Ísland og Indland að þessu leyti. Hún flytur mál sitt á ensku en það verður endursagt á íslensku. Eftir að Corinne hefur talað syngja stúlkur úr tónlistarstarfi Akureyrarkirkju nokkur lög við undirleik Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Boðið verður upp á kaffi og síðan verða umræður þar sem Corinne svarar fyrirspurnum áheyrenda.

Nýjast