Mannabreytingar á Vikudegi

Karl Eskil Pálsson/mynd SBS
Karl Eskil Pálsson/mynd SBS

Karl Eskil Pálsson mun á næstunni láta af störfum sem ritstjóri Vikudags, hann hefur ráðið sig til fréttastofu RÚV. „Þetta hefur verið afar góður tími og ánægjulegt að vinna við öflugt héraðsfréttablað eins og Vikudag sem nýtur víðtæks trausts hér á svæðinu, ég óska því alls góðs í framtíðinni“, segir Karl Eskil.  Á næstunni verður gengið frá ráðningu á nýjum ritstjóra að sögn Bjarna Hafþór Helgasonar, stjórnarformanns Útgáfufélagins.  „Við þökkum Karli Eskil hans góða starf við útgáfu blaðsins, einn tekur við þá annar fer og nýr ritstjóri verður fljótlega ráðinn sem mun halda áfram að þróa og bæta blaðið.  Samkvæmt könnunum sem Capacent hefur gert lesa yfir 7000 manns Vikudag í viku hverri, við metum mikils þær vinsældir sem blaðið nýtur og traust áskrifenda sem leggur grunninn að tilvist blaðsins.“

Nýjast