Mammútar og Víkingar öruggir í úrslitakeppnina í krullu

Næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í krullu lauk í gærkvöld með tveimur frestuðum leikjum í Skautahöll Akureyrar. Svarta gengið hafði betur gegn Üllevål, 8:2, og Mammútar sigruðu Riddara 8:4.

Línur eru farnar að skýrast fyrir lokaumferðina en staða efstu liða fyrir lokaumferð deildarinnar er þannig að Mammútar sitja á toppnum með níu sigra, Víkingar eru í öðru sæti með átta sigra, Garpar í þriðja með sjö sigra og Skytturnar í fjórða sæti með sjö sigra.

Bæði Mammútar og Víkingar eru öruggir áfram í úrslitakeppnina en botnliðin tvö, Üllevål og Svarta gengið, eru úr leiki.

Nýjast