Mammútar einir á toppnum eftir stórsigur gegn Skyttunum

Mammútar tylltu sér á toppinn á Íslandsmótinu í krullu með stórsigri gegn Skyttunum, 11:2, í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld í frestuðum leik úr sjöundu umferð mótsins. Mammútar sitja nú einir á toppi deildarinnar með sex sigra, Riddarar koma næstir í öðru sæti með fimm sigra og Skytturnar, Üllevål og Víkingar komu næst með fjóra sigra hvert.

Níunda umferð deildarkeppninnar fer fram mánudagskvöldið 1. mars en þá eigast við:

Braut 1: Mammútar - Svarta gengið
Braut 2: Üllevål - Garpar
Braut 4: Víkingar - Skytturnar
Braut 5: Riddarar - Fífurnar

Nýjast