Mammútar eru deildarmeistarar í krullu eftir sigur gegn Skyttunum, 9:2, í lokaumferð deildarinnar sem fram fór Skautahöll Akureyrar í gær. Þetta er annað árið í röð sem lið Mammúta verður deildarmeistari.
Eftir leiki gærdagsins er ljóst hvaða fjögur lið leika í úrslitakeppni Íslandsmótsins, en auk Mammúta verða það Garpar, Víkingar og Fífurnar. Úrslitakeppnin fer fram næstkomandi helgi í Skautahöllinni.