Málþing um þátttöku barna í umhverfismálum

Á fundi umhverfisnefndar Akureyrar nýlega kynnti Linda María Ásgeirsdóttir verkefnið "Börnin læra það sem fyrir þeim er haft" sem mun samanstanda  af þremur hádegisverðarfundum og málþingi um loftlagsbreytingar/umhverfismál.  Málþingið mun verða með aðaláherslu á þátttöku barna í umhverfismálum.    

Aðkoma umhverfisnefndar verður aðallega þátttaka í fundunum og málþinginu og að kynna þetta innan bæjarkerfisins. Norræna upplýsingaskrifstofan mun sjá um skipulagningu.  Nefndin samþykkti að taka þátt verkefninu og felur Lindu Maríu að vinna að því með Norrænu upplýsingaskrifstofunni.

Nýjast