Á málþinginu verður einnig annar verkefnahópur frá Norðurlöndunum sem vinnur að samstarfi varðandi fjallabjörgun á landamærum Noregs og Svíþjóðar og verður hann m.a. með kynningu á sínu verkefni. Á málþinginu verður boðið upp á ýmsa fyrirlestra varðandi viðbúnað og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli og koma m.a. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslan, Landsbjörg og Súlur - björgunarsveitin á Akureyri að þessu málþingi. Fyrirlesarar verða bæði innlendir og erlendir en allir fyrirlestrar verða fluttir á ensku. Þetta kemur fram á vef FSA.