Málþing á Akureyri um norrænt samstarf á krepputímum

Á morgun, miðvikudaginn 2. desember verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri málþing um norrænt samstarf á krepputímum undir yfirskriftinni; Er grasið grænna hinum megin? Málþingið stendur yfir frá kl. 16-18. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri til umræðu um stöðu fólks varðandi búsetuskilyrði á krepputímum. Hverjar eru aðstæður ungs fólks?  

Hvaða norrænu samstarfsúrræði eru til? Getum við lært af frændþjóðunum? Flutningur úr landi er hann jákvæður eða neikvæður fyrir þjóðfélagið? Hvernig er að flytja heim í ríkjandi samfélagsástand?

Fyrirlesarar eru:

Helgi Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs: Norrænt samstarf á krepputímum.

Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði menntunar: Norræn úrræði fyrir atvinnulaust ungt fólk.

Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlandi eystra: Eru Akureyringar á förum?

Arnaldur Bárðarson, prestur við Glerárkirkju: Á leið til Noregs.

Brynja Harðardóttir, lýðheilsufræðingur og myndlistakona: Heimkoma.

Fundarstjóri er Sigrún Stefánsdóttir, stjórnarformaður Norrænu upplýsingskrifstofunnar.

Nýjast