Málefni Akureyrar til umræðu á borgarafundi

Næsti borgarafundur á Akureyri verður helgaður komandi bæjarstjórnarkosningum. Fundurinn fer fram í Deiglunni annað kvöld, fimmtdaginn 8. apríl kl. 20:00.  Yfirskrift fundarins er: „Hver vinnur Akureyri" en þar munu spyrlar spyrja fulltrúa af framboðslistunum, sem bjóða fram til komandi kosninga, um málefni sem varða akureyskt samfélag og framtíð Akureyrar.  

Fundarstjóri: Embla Eir Oddsdóttir

Pallborðið:

Edward H. Huijbens, fulltrúi Vinstri grænna

Geir Kristinn Aðalsteinsson, fulltrúi L-listans

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks

Logi Már Einarsson, fulltrúi Samfylkingar

Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks

Sigurður Guðmundsson, fulltrúi Bæjarlistans

Spyrlar og málefnin sem þeir hafa á sinni könnu:

Erlendur Steinar Friðriksson: Framtíðarsýnin

Jóhann Ásmundsson: Atvinnumálin

Jóna Lovísa Jónsdóttir: Velferðarmálin

Knútur Karlsson: Miðbæjarskipulagið

Nýjast