Hafa áhyggjur af hávaða í íþróttahúsum

Íþróttahöllin á Akureyri.
Íþróttahöllin á Akureyri.

Fasteignir Akureyrarbæjar láta nú vinna hljóðmælingu í öllum íþróttahúsum bæjarins að ósk íþróttaráðs. Hávaði í íþróttahúsum var til umræðu nýverið meðal kennara í grunnskólum Akureyrar og foreldra en margir hafa áhyggjur af því að hávaðinn sé of mikill.

Foreldrafélagið í Brekkuskóla hefur sérstakar áhyggjur af hávaða í Íþróttahöllinni, þar sem grunnskólakrakkar deila íþróttatíma í Höllinni með framhaldskólanemendum í VMA. Oft er Höllinni skipt í þrennt, þar sem tjald er á milli og því talsverður fjöldi í salnum í einu. Hefur fræðslustjóri Akureyrar fundað með íþróttaráði um lausn á málinu. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags. 

Nýjast