Öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk á Akureyri hefur verið flutt í Þórunnarstræti 99, sem hýsti upphaflega Húsmæðraskóla Akureyrar. Verktakafyrirtækið L&S sá um breytingarnar og afhenti Lýður Hákonarson húsasmíðameistari Guðna Helgasyni framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar lyklavöldin að húsinu í gær. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi segist afar sáttur við breytingarnar.
karleskil@vikudagur.is