Lúpína og skógarkerfill til mikilla vandræða í Hrísey

Samkvæmt skýrslu sem rædd var í umhverfisnefnd Akureyrar í vikunni, eru vandamál vegna lúpínu og skógarkerfils í Hrísey það mikil að ef ekkert verður að gert mun eyjan verða undirlögð af þessum plöntum innan 50 ára. Lagt er til að kynna skýrsluna fyrir íbúum Hríseyjar í byrjun næsta árs. Þá var formanni umhverfisnefndar falið að ræða við umhverfisráðherra um vandann vegna gríðarlegrar útbreiðslu áðurnefndra plantna.  

Umrædd skýrsla, um gróðurkortlagningu í Hrísey sem Náttúrufræðistofnun Íslands vann að beiðni umhverfisnefndar, var lögð fram á fundinum. Borgþór Magnússon forstöðumaður vistfræðideildar Náttúrufræðistofnunar mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.

Nýjast