Lottóvinningshafinn enn ekki gefið sig fram

Sá eða sú sem vann rúmar 73 milljónir króna í lottóinu á laugardagskvöld á miða sem keyptur var í Leirunesti á Akureyri hefur enn ekki gefið sig fram. Að sögn Stefáns Konráðssonar hjá Íslenskri getspá gefur fólk sér oft 1-2 daga fáður en það gefur sig fram, svona til að meðtaka fréttirnar og jafna sig á þeim. " Við bíðum bara eftir því að einhver stálheppin Norðlendingur gefi sig fram í dag eða á morgun," segir Stefán. Alls voru greiddar   88.328.170 krónur  Lottóvinninga á laugardag. Auk þess sem var með allar tölurnar réttar voru fjórir með bónusvinning og hlýtur hver þeirra rúmar 220 þúsund krónur í vinning. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hljóta þeir 100 þúsund krónur í vinning. 

Rétt rúmlega 2 mánuðir eru síðan að stór vinningur í Víkingaóttóinu kom á miða hér á Akuryeri, en sá vinningur var rúmar 107 milljónir.

Nýjast