Eftir fjögur töp í röð í deildinni náði Magni loks að rétta úr kútnum með útisigri á Víði í Garði í 2. deild karla í knattspyrnu sl. föstudag. Lokatölur á Garðsvelli urðu 3-0 sigur gestanna.
Mörk Magna í leiknum skoruðu þeir Halldór Áskell Stefánsson, Þorsteinn Þorvaldsson og Jón Pétur Indriðason. Eftir sigurinn er Magni kominn í tíu stig í deildinni og er í níunda sæti eftir níu leiki.